Fylkir

Í morgun fór ég í skólann klukkan 08:00-14:20. Þá fór ég að gera útdrátt úr bók sem heitir gúmmískór með gati en við eigum að skila því á föstudaginn, á fimmtudaginn er svo dönskupróf,
ég kláraði útdráttinn og fór svo í Ásgarð um klukkan 16:00 ( xd húsið ) og fór að bera út fylki með vini mínum sem heitir Sindri fyrst bárum við út 140 blöð, svo þegar við vorum búnir komu Kristófer og Nökkvi Dan og þá bárum við 115 blöð þannig að við bárum samtals 255 blöð út. Það var mjög gaman.

Skornir 3 .......... af mér

      Í gær fékk ég að fara úr skólanum kl. 14:00 og missti af 20 mínútum Wizard  því það voru skornir 3 fæðingarblettir af mér, 1 á bakinu og 2 á maganum, það var svo sem ekkert vont því ég var deyfður.
    Þess vegna má ég ekki fara á fótboltaæfingu næstu 10 daga Crying.  Ég rétt né fótboltamótinu sem er þarnæsta föstudag.  Svo má ég ekki fara í sund eða í leikfimi.  Í dag losnaði einn plásturinn af og ég sá að læknirinn hafði saumað þar 4 spor.   Þarnæsta fimmtudag verða saumarnir svo teknir af mér.
     Á Laugardaginn byrjuðum við að rækta tómatatré og í dag kom fyrsti sprotinn upp, en reyndar hjá bróðir mínum.  Í dag var ég að læra undir próf sem verður á föstudaginn, þetta er svindlpróf í eðlisfræði þannig að ég má skrifa eins mikið á 1 blað og ég get en bara handskrifa.  Á morgun verður svo frí í skólanum W00t.  Ég vona að það verði gott veður, svo er taflmót klukkan 13:00 á morgun og þeir sem lenda í 1 eða 2 sæti fara á Suðurlandsmótið og þeir sem lenda í 1-2 sæti á Suðurlandsmótinu fara á eitthvað annað mót sem ég veit ekki hvað heitir.

10 Apríl

í dag fór ég á gervigrasvöllinn klukkan 12:30 - 16:00 það var mjög gaman svo æfði ég mig eitthvað á gítar. Svo fór ég smá í tölvuna og fékk mér svo að borða, Núna eru 20 dagar síðan ég byrjaði með þetta blogg.

Skírdagur

  Í gær fór ég á skákmót klukkan 14:00 - 17:30, mér gekk mjög illa og lenti í 13 sæti af 17 Frown og var með 5 vinninga af 17, svo fór ég á gervigrasið eftir skákina með Sindra, Bjart og Óla, en svo komu fullt af fleiri strákum og við fórum að spila og mitt lið vann.

Íslandsmeistari

          um helginna keppti ég í skákmóti 4 voru saman í sveit og keppti ég fyrir Grunnskóla Vestmannaeyja-a sem sigraði mótið með 30,5 vinningum af 36 mögulegum og er ég og þeir sem eru í minni sveit sem eru: Nökkvi, Alexander (ég), Sindri og Hallgrímur orðnir Íslandsmeistarar og megum við því keppa á Norðurlandamóti sem fram fer í haust í Svíþjóð.

Salaskóli lenti í 2 sæti með 29,5 vinninga en þeir unnu mótið í fyrra. Í 3 sæti var svo Grunnskóli Seltjarnarnes. b-sveit Grunnskóla Vestmannaeyja lenti í 6 sæti og var efst b-sveita                               

Sveitinn okkar (Grunnskóla Vestmannaeyja):

Vestm. bHjalla. cSala. aMela. aLaugal. aSeltj aRima. aLaugal. bRima. bsamt     %
Nökkvi1101111118,088,89
Alexander1101001116,066,67
Sindri0,510,5110,51117,583,33
Hallgrímur1111111119,0100,00
samtals30,584,72

Bestur árangur á borðum.

1. borð. Eiríkur Örn Brynjarsson Salaskóla A með 9 vinninga af 9
2. borð. Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir Grunnskóla Seltjarnarness 8 v.
3. borð. Sindri Freyr Guðjónsson Grunnskóla Vestmannaeyja A. 7,5 v.
3. borð. Birkir Karl Sigurðsson Salaskóla A 7,5 v.
4. borð. Hallgrímur Júlíusson Grunnskóla Vestmannaeyja A. 9 af 9

Lokastaðan varð svona:

1. Grunnskóli Vestmannaeyja A 30,5 v.
2. Salaskóli A, Kópavogi 29,5 v.
3. Grunnskóli Seltjarnarness 27 v.
4. Laugalækjarskóli A 25 v.
5. Rimaskóli A 23 v.
6. Grunnskóli Vestmannaeyja B 19,5 v. (efsta B sveit)
7. Glerárskóli Akureyri 19 v.
8. Hjallaskóli A 18,5 v.
9-10. Salaskóli B  17,5 v.
Rimaskóli B 17,5 v.
11-14. Grunnskóli Mýrdalshrepps 17 v.
Laugarlækjarskóli B 17 v.
Salaskóli C 17 v. (efsta C sveit)
Hjallaskóli B 17 v.
15-16. Hjallaskóli C 15,5 v.
Melaskóli A 15,5 v.
17. Rimaskóli C 15 v.
18. Melaskóli B 14 v.
19. Sjálandsskóli, Garðabæ 13,5 v. 
20. Salaskóli D 10,5 v. (Efsta D sveit)
21. Hjallaskóli D 9 v.
22. Rimaskóli D 6,5 v.

____________________________________________________________________________

Svo í gær fór ég í hesthúsið hjá Einar frænda mínum það var mjög gaman, þar voru líka 2 hundur


mikið að gera

hæhæ það er mikið að gera núna ég er búinn að vera að gera einhvern bók um bók verkefni fyrir skólann, ég er ekki allveg búinn en ég á að skila því á morgunn svo var próf í Íslensku í gær og svo verður stærðfræðipróf á morgunn.

úti í leikjum

í dag var í ég í skólannum til kl. 14:20, svo fór ég í skák til klukkan 18 og svo út í leikji með nokkrum bekkjarfélögum mínum það var mjög gaman Wink  en núna var ég að æfa mig á gítar Grin  og á morgunn eigum við að passa köttinn fyrir fólkið sem býr á móti okkur, hún kemur nefnilega oft hingað Police

ég var í Herjólfi kl. 12:00, hann var 4 1/2 klukkutíma á leiðinni.

eins og ég sagði síðast þegar ég bloggaði í gær, fór ég með Herjólf í gær vegna ég fór í fótboltaferðalag, það var svo sem ekkert vont veður í Herjólfi í gær enginn af fótboltakrökkunum ældi, þegar við komum til Reykjavík um kl. 20:15 keptum við á móti ÍR fyrst b- liðið sem ég er í, við töpuðum 4-1 Crying  en vorum samt ekki mikið verri svo a-liðið sem töpuðu líka. svo fengum við pítsu kl. 23:30 og fórum að sofa við vöknuðum kl. 06:30 og kepptum við Aftureldingu kl. 08:00 a-liðið vann en b-liðið tapaði 3-2 samt vorum við betri. svo fórum við í Herjólf það var mikill villtingur og við áttum að koma heim kl. 15:00 en komum ekki fyrr en 16:00 það var leiðinnlegt, ég ældi ekki. en svo féll seinni ferðin niðri þannig að við fórum með síðustu ferðinni í dag, mér finnst Herjólfur eiginnlega aldrei fara lengur.
mbl.is Seinni ferð Herjólfs frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fótboltamót núna um helginna

núna um helginna verður fótbolta mót ég fer núna um 4 leytið í Herjólf.
Svo keppum við á móti ÍR og Aftureldingu, ég vona að við vinnum Grin 
 Það er vont í sjóinn, vonandi gubba ég ekki.Sick
   Þetta er nu ekki mikið veður,
 
          

 

Um bloggið

Alexander Gautason

Höfundur

Alexander Gautason
Alexander Gautason
ég er 13 ára, bý í Vestmannaeyjum og æfi gítar, fótbolta og skák.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband